Óvissa um fjölda starfa

Nýtt hótel við Austurvöll.
Nýtt hótel við Austurvöll. mbl.is/Árni Sæberg

Óvíst er hvort ferðaþjónustan muni skila jafn mörgum störfum og áður þegar kórónuveirufaraldurinn er að baki. Sama má segja um verslunina.

Gæti þetta haft töluverð áhrif á þróun atvinnuleysis og þrýst á tilfærslu starfa milli atvinnugreina svo atvinnustig nái fyrri hæðum.

Viðmælandi Morgunblaðsins í ferðaþjónustu kvaðst hafa fækkað starfsfólki úr 30 í 20 með innleiðingu snjalllausna og sjálfsafgreiðslu.

Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir fyrirtækið hafa skoðað slíka tækni. Hann segir aðspurður að hár rekstrarkostnaður þrýsti á slíka hagræðingu. „Hlutfall launa af tekjum er orðið hátt og þá þurfa menn að leita leiða til að svara því. Þetta er ein af þeim leiðum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert