„Við höfum einhvern tíma“

Hraunið rennur niður í Nátthaga.
Hraunið rennur niður í Nátthaga. Ljósmynd/Elvar Ólafsson

Rögn­vald­ur Ólafs­son aðal­varðstjóri hjá al­manna­varna­deild seg­ir að verið sé að meta stöðuna og mögu­leg­ar aðgerðir vegna hraun­flæðis í Nátt­haga. Í nótt rann hraun yfir eystri varn­argarðinn á Fagra­dals­fjalli og um há­degi í dag fór hraunið að renna í Nátt­haga. Varn­argarðarn­ir voru gerðir í því skyni að seinka því að hraun renni í Nátt­haga og nái þannig seinna að ljós­leiðara sem þar ligg­ur og hring­teng­ir Reykja­nes, og að Suður­strand­ar­vegi. 

„Við tók­um stöðuna í morg­un og ákváðum þá að hætta þeim fram­kvæmd­um sem voru eft­ir við garðana og ætl­um svo bara að ráða ráðum okk­ar þegar við sjá­um hvernig fram­vind­an verður næstu daga og hvað er ástæða til að ganga langt varðandi fram­haldið,“ seg­ir Rögn­vald­ur í sam­tali við mbl.is. 

„Við eig­um til ein­hver gögn og svo þarf að meta hvaða viðbót­ar­gögn við þurf­um til að skoða hvaða mögu­leik­ar eru varðandi hraun­rennslið og hvað við höf­um lang­an tíma áður en þetta fer að safn­ast upp og verða of mikið. Við höf­um al­veg ein­hvern tíma, Nátt­hag­inn tek­ur al­veg slatta við,“ seg­ir Rögn­vald­ur. 

Hann seg­ir að miðað við nú­ver­andi gögn sé tími til þess að láta helg­ina líða áður en ákv­arðanir verði tekn­ar. 

„Við þurf­um núna að meta miðað við nú­ver­andi rennsli og stöðu hvað við höf­um lang­an tíma, líka ef það verða ein­hverj­ar breyt­ing­ar í þró­un­inni á gos­inu, hvað það þýðir fyr­ir okk­ur. Síðan þurf­um við að lesa í lands­lagið með verk­fræðing­um og fleir­um um hvað sé hægt að gera á svæðinu ef við ætl­um í frek­ari varn­araðgerðir, annaðhvort þá stýr­ingu eða að hlaða upp efni og kaupa tíma eins og við vor­um að gera núna, við náðum að seinka þess­ari þróun um eina viku,“ seg­ir Rögn­vald­ur 

Til­rauna­ljós­leiðari enn í lagi 

Rögn­vald­ur seg­ir það já­kvætt að varn­argarðarn­ir haldi enn þó að flætt hafi yfir þá. 

„Garðarn­ir sem slík­ir halda enn þá, þeir hafa ekki brostið held­ur hef­ur bara flætt yfir þá og við lít­um á það sem já­kvætt. Við höf­um líka náð okk­ur í gríðarleg­an lær­dóm með þess­ari aðgerð hingað til og mun­um senni­lega búa að henni í framtíðinni, bæði núna ef við ætl­um að halda áfram í þessu og svo fyr­ir framtíðar­eld­gos.“

Verði ákveðið að halda varn­araðgerðum áfram þarf að fá fjár­magn. 

„Við erum ekki með fjár­magnslið í svona verk­efni, þannig að í hvert sinn sem við för­um í svona aðgerðir þurf­um við að sækja heim­ild fyr­ir því og rök­styðja hvað við erum að gera, nema nátt­úr­lega í al­gjörri neyð,“ seg­ir Rögn­vald­ur, en rík­is­stjórn­in samþykkti á þriðju­dag að verja 20 millj­ón­um króna í að hækka garðana. 

Flæði hraunið áfram úr Nátt­haga mun það fyrst lenda á ljós­leiðara Míl­unn­ar, sem hring­teng­ir Reykja­nesið, og síðan á Suður­strand­ar­vegi. Í vik­unni var til­rauna­ljós­leiðari graf­inn niður fyr­ir fram­an eystri varn­ar­vegg­inn til að mæla áhrif hraun­rennsl­is yfir hann. Hraun flæddi yfir til­rauna­ljós­leiðarann á miðviku­dag. 

„Hann er bú­inn að vera und­ir hrauni all­an þenn­an tíma og virk­ar enn þá, sem eru frá­bær­ar frétt­ir. Við höld­um áfram að fylgj­ast með virkni hans, það er að aukast álagið á hann eft­ir því sem meira hraun og meiri þyngd safn­ast upp á hann. Fyrstu niður­stöður eru já­kvæðar,“ seg­ir Rögn­vald­ur um ljós­leiðarann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka