Bjartviðri en líkur á skúrum síðdegis

mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag er útlit fyrir svipað veður á landinu og var á laugardag, víðast hvar norðaustan- og austanátt, 5 til 13 metrar á sekúndu. Bjartviðri á vestanverðu landinu, en líkur á skúrum síðdegis. 

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands að líkur séu á rigningu eða slyddu af og til á austurhelmingi landsins og snjókomu til fjalla. Hiti á bilinu 2 til 11 stig, mildast suðvestan til en svalast austanlands. 

Á morgun er útlit fyrir heldur hægari vind og breytilegri vindátt. Skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif um allt land, en svipaður hiti áfram. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag (annan í hvítasunnu):
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif. Hiti 4 til 12 stig, svalast við norðausturströndina.

Á þriðjudag:
Austan og suðaustan 3-10 og léttskýjað, en skýjað austanlands og lítils háttar væta. Hiti frá 5 stigum með austurströndinni, upp í 15 stig vestanlands.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðaustan 8-13 með suður- og vesturströndinni, annars hægari vindur. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt sunnan- og vestanlands, en léttskýjað í öðrum landshlutum. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast norðan heiða.

Á föstudag:
Austlæg og síðar suðlæg átt og fer að rigna á sunnanverðu landinu, en þurr norðan til. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Sunnanátt, rigning og hiti 7 til 12 stig, en bjartviðri norðaustan til á landinu með hita að 19 stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert