Ekkert innanlandssmit þriðja daginn í röð

Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Eitt smit greindist á landamærunum samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild. 

Tölfræði á covid.is er ekki uppfærð um helgar, en á föstudag voru 48 í einangrun og 157 í sóttkví. 

Ekkert innanlandssmit hefur greinst síðan á miðvikudag. Þá greindust fjórir og voru þrír þeirra í sóttkví við greiningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert