Leggja af stað á toppinn

Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sigurðsson stefna á topp …
Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sigurðsson stefna á topp Everest í dag. Ljósmynd/Aðsend

Fjall­göngu­menn­irn­ir Heim­ir Fann­ar Hall­gríms­son og Sig­urður Bjarni Sveins­son lögðu fyrir skömmu af stað upp á tind Everest. Þeir reikna með að ferðin taki átta til níu klukkustundir. 

„Það er enn ansi hvasst en þeim líður vel og eru til í verkefnið,“ segir á facebooksíðu Með Umhyggju á Everest. 

Heimir og Sigurður leggja af stað úr fjórðu búðum þar sem þeir hafa hvílt sig síðan í gær, en aftakaveður hefur verið á svæðinu og tjöld fokið. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert