Mikið um samkvæmishávaða á Eurovision-kvöldi

Mikið var um tilkynningar til lögreglu vegna hávaða frá einkasamkvæmum í nótt að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 

110 mál voru skráð í dagbók lögreglu frá 17 í gær til klukkan 5 í morgun. 

Klukkan 18 var maður í annarlegu ástandi handtekinn við veitingahús á Laugavegi, en maðurinn er grunaður um að hafa brotið rúðu og var hann vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. 

Rétt fyrir klukkan níu var maður í annarlegu ástandi handtekinn í miðbænum og var maðurinn vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Þá var ofurölvi maður handtekinn í miðbænum klukkan 2:39 og var sá einnig vistaður sökum ástands í fangageymslu. 

Um klukkan hálfsjö í gærkvöldi var tilkynnt um slagsmál í íþróttavöruverslun í Kópavogi, en tveir menn höfðu verið þar að slást. Tilkynnt var um minni háttar áverka og fór annar mannanna með sjúkrabifreið á bráðadeild. 

Þá var nokkuð um að bifreiðar væru stöðvaðar, ýmist fyrir of hraðan akstur eða vegna gruns um að ökumaður væri undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert