Mikill stífleiki í þjóðinni

Margir skella sér óundirbúnir í fjallgöngu til að vinna upp …
Margir skella sér óundirbúnir í fjallgöngu til að vinna upp kyrrsetuna. Brynjar Gauti

Sjá má aukna tíðni í álags­ein­kenn­um hjá þorra þjóðar­inn­ar eft­ir vet­ur­inn sem ein­kennst hef­ur af hert­um tak­mörk­un­um og til­slök­un­um á víxl. Gild­ir þetta þvert á ald­urs­hópa.

Al­geng lík­am­leg álags­ein­kenni eru vöðva­bólga, bak­verk­ir, liðverk­ir og sina­skeiðabólga. Hug­takið get­ur þó átt við mein í öll­um vöðvum og liðum lík­am­ans. 

„Við finn­um fyr­ir svaka­lega mikl­um stíf­leika hjá öll­um hóp­um, það er nátt­úru­lega búið að kyrr­setja þjóðina,“ seg­ir Gauti Grét­ars­son, sjúkraþjálf­ari hjá Sjúkraþjálf­un Reykja­vík­ur.

Með lok­un­um í þágu sótt­varnaaðgerða var fólk tekið út úr sinni venju­legu rútínu. Þjálf­un og hreyf­ing varð ein­hæf en kyrr­seta jókst líka um­tals­vert.

Heima­vinn­an hef­ur einnig haft mik­il áhrif enda húk­ir fólk nú lengi heima, oft­ar en ekki við slæm­ar vinnuaðstæður. „Svo á að rífa þetta úr sér með því að fara út að hlaupa eða ganga upp á Esj­una en þá ger­ir fólk alltaf of mikið,“ seg­ir Gauti.  

Skaðinn er skeður

Í töl­fræði frá Sjúkra­trygg­inga­sjóði má sjá tals­verða aukn­ingu á fjölda skipta sem fólk þarf nú að sækja sjúkraþjálf­un, eða um 16%. Fjölg­un ein­stak­linga sem leita til sjúkraþjálf­ara var 3%.

Bati ein­stak­linga er hæg­ari en áður enda hafa sjúkraþjálf­ar­ar ekki getað vísað ein­stak­ling­um á hefðbund­in end­ur­hæf­ingar­úr­ræði eins og sund eða æf­ing­ar í styrkt­ar­sal. Þótt nú sé breytt staða og tak­mark­an­ir í lág­marki tel­ur Gauti að þjóðin eigi eft­ir að súpa seyðið af þessu næstu miss­eri.

„Ef þú sit­ur bara skakk­ur í heilt ár, bund­inn við stól við slæm­ar vinnuaðstæður þá lag­ast það ekki bara með því að opna sund­laug­arn­ar. Skaðinn er skeður.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka