Rúmar tvær milljónir í „Sporlof“

Ráðhús Reykavíkur.
Ráðhús Reykavíkur. mbl.is/Hallur Már

Herferð Reykjavíkurborgar þar sem efnt var til nýyrðasamkeppni fyrir enska hugtakið Staycation kostaði rúmar tvær milljónir. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa í samskiptateymi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara við fyrirspurn mbl.is.

Kostnaðurinn sem gefinn er upp nær einungis til birtinga og auglýsinga, ekki til hönnunar, grafískrar vinnslu eða undirbúningsvinnu þar sem sú vinna er unnin innanhúss hjá Reykjavíkurborg.

Tæplega hálf milljón var greidd fyrir auglýsingar á mbl.is.

Næstmest var greitt fyrir auglýsingar í Fréttablaðinu eða 353.100 krónur, auk 85.000 króna á frettabladid.is. 

210 þúsund krónur voru greiddar yfir birtingar á Vísi.is og 50 þúsund krónur á samfélagsmiðlum.

152.110 krónur voru greiddar fyrir auglýsingar á útvarpsstöðvum Ríkisútvarpsins, 174.714 krónur á Bylgjunni og 293 þúsund krónur á K100.

150 þúsund krónum var varið í auglýsingar á Sjónvarpi Símans, og 105 þúsund krónur greiddar Skyn, sem samkvæmt fyrirtækjaskrá sinnir upplýsingaþjónustu. 

Orðaleikurinn skilaði tæplega 2.500 tillögum samkvæmt vefnum staycation.is og bar tillagan Sporlof sigur úr býtum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert