Guðni tekur þátt í ráðstefnu UN Women

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun taka þátt í HeForShe-ráðstefnu UN women sem fram fer á fimmtudag. Á meðal annarra þátttakenda eru Justin Trudeau forseti Kanada, Paul Kagame forseti Rúanda og Sauli Niinistö forseti Finnlands. 

Ráðstefnan fer fram á netinu. Fram kemur í tilkynningu frá UN Women að síðustu sex árin hafi hópur 35 leiðtoga gert rúmlega 90 skuldbindingar til að takast á við vandamál er varðar jafnrétti kynjanna. Hópurinn samanstendur m.a. af forsetum, forsætisráðherrum, forstjórum og fræðimönnum. 

Auk forsetanna fjögurra munu leikarinn Simon Pegg og tónlistakonan Geri Horner taka þátt í ráðstefnunni á fimmtudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert