Hiti allt að 12 stig suðvestanlands

Hiti verður mestur suðvestanlands í dag, allt að 12 stig.
Hiti verður mestur suðvestanlands í dag, allt að 12 stig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spáð er austlægri eða breytilegri átt í dag og vindhraða á bilinu 3-8 metrar á sekúndu. Skýjað verður með köflum og skúrir í flestum landshlutum og hiti 3 til 12 stig, mildast suðvestanlands.

Á morgun verða suðaustan 3-8 metrar á sekúndu, en 8-13 metrar á suðvesturhorninu. Víða léttskýjað en skýjað með austur- og suðurströndinni. Hiti frá fimm stigum austast á landinu, upp í 15 stig á Vesturlandi.

Kalt hefur verið á landinu undanfarnar vikur en hiti fer nú hækkandi og er spáð allt að 16 stiga hita á miðvikudag og fimmtudag, hlýjast norðan- og vestanlands.

Enn er hættustig í gildi vegna gróðurelda á Norðvesturlandi og í Austur-Skaftafellssýslu. Í hugleiðingum veðurfræðings á heimasíðu Veðurstofunnar segir að lítilli úrkomu sé spáð á landinu næstu daga og því ekki útlit fyrir að ástandið breytist á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert