Jarðskjálfti við Bláfjallaskála

Upptökskjálftans voru um 5,7 kílómetra vestsuðvestur af Bláfjallaskála.
Upptökskjálftans voru um 5,7 kílómetra vestsuðvestur af Bláfjallaskála. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 reið yfir nú um klukkan hálftíu í kvöld. Upptök skjálftans voru 5,7 kílómetra vestsuðvestur af Bláfjallaskála. 

Varð hann á um átta kílómetra dýpi samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.

Rúmlega 270 jarðskjálftar mældust með sjálfvirku SIL-mælakerfi Veðurstofu í síðustu viku, töluvert færri en í vikunni á undan þegar rúmlega 600 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti á landinu í síðustu viku mældist 2,8 að stærð í Kröflu 20. maí.

Tveir skjálftar af stærð 2,7 mældust einnig, einn í Mýrdalsjökli 19. maí og annar í Kleifarvatni 17. maí. Áfram dregur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga og við gosstöðvarnar í Geldingadölum, en í vikunni mældust þar tæplega eitt hundrað skjálftar m.v. um 220 í vikunni á undan og 360 í vikunni þar áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert