Kviknaði í út frá kerti

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Morgunblaðið/Eggert

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti tveimur útköllum vegna elds í kvöld. 

Í Breiðholti kviknaði í út frá potti á eldavél. „Unglingur sem var heima notaði eldvarnateppi til að slökkva í eldinum og kom þannig í veg fyrir að það yrði alvörueldur. Við fögnum þessum hárréttu viðbrögðum,“ segir varðstjóri, en slökkvilið reykræsti heimilið og lítið tjón varð af eldinum. 

Talsvert meira tjón varð þegar kviknaði í í Árbæ. 

„Það kviknaði sennilega í út frá kerti sem kveikir í rúmi eða álíka. Það er töluvert hratt að breiðast út ef kviknar í rúmdýnu, það er töluverður reykur og eldur,“ segir varðstjóri. 

Slökkvistarf gekk vel og hratt fyrir sig á báðum stöðum að sögn varðstjóra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert