Náðu á topp Everest

Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson.
Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson. Skjáskot/Instagram

Fjall­göngu­menn­irn­ir Heim­ir Fann­ar Hall­gríms­son og Sig­urður Bjarni Sveins­son náðu á topp Ev­erest á ellefta tímanum í gærkvöldi.  Félagarnir stóðu á tindinum klukkan 4:30 að staðartíma og eru nú komnir niður í fjórðu búðir. Allt hefur gengið vel en dagurinn var kaldur að því er segir í færslu á rakningarvef þeirra félaga, Með Umhyggju á Everest.  

Í viðtali við mbl.is fyrr á árinu kom fram að þeir Sig­urður og Heim­ir eiga það sam­eig­in­legt að hafa átt for­eldra sem glímdu við mik­il veik­indi. Reynsl­an var mjög krefj­andi en um leið hef­ur hún leitt til þess að þeir vilja láta gott af sér leiða. Þeir höfðu sam­band við Um­hyggju og heilluðust af því góða starfi sem fé­lagið vinn­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur lang­veikra barna.

„Við horf­um á þetta þannig að við séum að klífa fjallið með Um­hyggju. Ætlum að hleypa þeim inn í og leyfa þeim að taka þátt bæði í und­ir­bún­ingn­um og leiðangr­in­um. Við ætl­um að reyna að virkja fjöl­skyld­ur lang­veikra barna með okk­ur. Ef lang­veik börn hafa áhuga á því að senda inn drauma til okk­ar ætl­um við að taka þá með okk­ur í ferðalagið, lesa þá upp á fal­leg­um stöðum og reyna að taka þá með okk­ur alla leið upp á topp Ev­erest,“ seg­ir Sig­urður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert