Hitatölur fara hækkandi þessa dagana og á laugardaginn er spáð allt að 18 stiga hita á Norðausturlandi. Á morgun væntir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands að hitinn skríði yfir 15 stig í flestum landshlutum.
„Suðaustangola í dag, en strekkingur við suður- og suðvesturströndina. Víða bjartviðri, en það verður skýjað að mestu á Austurlandi, og einnig má búast við skýjum af og til sunnan til á landinu. Hiti yfirleitt 5 til 14 stig yfir daginn.
Suðaustankaldi eða -strekkingur og bjart með köflum á suðvestanverðu landinu á morgun, en hægari vindur og víða léttskýjað annars staðar. Þó eru líkur á þokulofti við norðvesturströndina þegar líður á daginn. Það hlýnar heldur, en hitinn skríður líklega yfir 15 stig í flestum landshlutum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Suðaustan 3-8 m/s í dag, en 8-13 við S- og SV-ströndina. Víða bjartviðri, en skýjað með köflum S- og A-til. Hiti 5 til 14 stig yfir daginn.
Svipað veður á morgun, en léttir til á A-landi og hlýnar heldur.
Á miðvikudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og léttskýjað en 8-15 og bjart með köflum S-til. Hiti 7 til 16 stig.
Á fimmtudag:
Breytileg átt 3-8 og léttskýjað, en suðaustan 8-13 og sums staðar skýjað við S-ströndina. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Gengur í suðaustan 8-15 með rigningu en víða bjartviðri um landið N-vert. Áfram milt í veðri.
Á laugardag:
Suðlæg átt 10-18 og rigning með köflum, en úrkomulítið N-til. Hiti 7 til 12 stig en hiti að 18 stigum NA-lands.
Á sunnudag:
Suðvestlæg átt og rigning eða skúrir, hiti 4 til 10 stig. Bjartviðri um landið NA-vert með hita að 15 stigum.
Á mánudag:
Suðlæg átt og skúrir, einkum S- og V-lands. Hiti breytist lítið.