Aukið við landið vegna umsvifa

Nýi grjótgarðurinn í Bíldudal.
Nýi grjótgarðurinn í Bíldudal. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Framkvæmdir við grjótgarð vegna nýs athafnasvæðis á Bíldudal ganga vel. Fyllt verður upp í svæðið fyrir innan og þar verður úthlutað lóðum fyrir þjónustu við laxeldið og aðra auk þess sem Íslenska kalkþörungafélagið fær stækkun á verksmiðjulóð sinni.

Laxeldið á Vestfjörðum hefur aukist mikið síðustu ár. Þröngt er um starfsemi Arnarlax og engar þjónustulóðir að hafa. Þá hefur fengist leyfi til stækkunar kalkþörungaverksmiðjunnar.

Unnið hefur verið að stækkun hafnarinnar á Bíldudal vegna aukinna umsvifa. Hafnarkanturinn hefur verið lengdur með því að stálþil var rekið niður og tilboð í að steypa þekjuna verða opnuð í vikunni, að sögn Elfars Steins Karlssonar hafnarstjóra.

Nú er unnið að landvinningum með því að bæta við athafnasvæði enda ekkert svæði í þéttbýlinu eða í tengslum við höfnina til að sinna auknum þörfum. Fyrirtækið Allt í járnum annast grjótgarðinn og tilfærslu á frárennslislögn. Klárast verkið á næstu dögum. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert