Eitt smit innanlands utan sóttkvíar

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Eitt kórónuveirusmit utan sóttkvíar greindist innanlands í gær. Síðast greindist smit innanlands miðvikudaginn 19. maí. Fjögur smit greindust við fyrri skimun á landamærunum og einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar. Síðast greindist smit á landamærunum 19. maí.

Nú eru 40 í einangrun og 113 í sóttkví. Einn er á sjúkrahúsi og hefur fækkað um tvo yfir helgina. Í skimunarsóttkví eru 1.711 og hefur fjölgað umtalsvert um helgina. Alls voru tek­in 845 sýni í gær inn­an­lands og 735 á landa­mær­un­um

Ný­gengi smita inn­an­lands á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vik­ur er 7,1 og 2,7 á landa­mær­un­um.

Alls eru sjö börn með Covid-19 á Íslandi í dag. Eitt barn yngri en eins árs er með Covid á Íslandi. Eitt barn á aldr­in­um 1-5 ára eru með smit og eitt barn á aldr­in­um 6-12 ára. Fjögur smit eru í ald­urs­hópn­um 13-17 ára og sex á aldr­in­um 18-29 eru með Covid. 11 smit eru í ald­urs­hópn­um 30-39 ára og 9 meðal 40-49 ára. Sex smit eru meðal fólks á sex­tugs­aldri og eitt hjá 60-69 ára. 

Ekkert smit er á Suðurnesjum, Austurlandi, Norðurlandi eystra, Vestfjörðum og Vesturlandi. Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 19 í ein­angr­un og 85 í sótt­kví. Á Suður­nesj­um eru fjórir í sótt­kví. Á Suður­landi eru smit­in þrjú tals­ins og sjö í sótt­kví. Á Norður­landi vestra eru 15 í ein­angr­un og fimm eru í sótt­kví. Einn er í sótt­kví á Vest­fjörðum og fjórir á Vest­ur­landi. Þrjú smit eru óskráð í hús og átta sem eru í sótt­kví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert