Enn grímuskylda í leigubílum

Enn um sinn verða þeir sem panta sér taxa að …
Enn um sinn verða þeir sem panta sér taxa að muna eftir grímunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn verða farþegar og bílstjórar leigubifreiða að bera grímur fyrir vitum sínum, þrátt fyrir viðamiklar reglugerðabreytingar um grímunotkun hafi tekið gildi á miðnætti. Auk leigubifreiða gildir enn grímuskylda í strætisvögnum, um borð í ferjum og í innanlandsflugi. 

Þar sem húsnæði er illa loftræst eða ekki er hægt að tryggja nálægðartakmörkun svo sem í heilbrigðisþjónustu, innanlandsflugi og ferjum, almenningssamgöngum, leigu­bifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, starf­semi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sam­bæri­legri starfsemi. Einnig á að nota grímur á sitjandi viðburðum (athöfnum trú- og lífskoðunarfélaga, sviðslistar-, menningar- og íþróttaviðburðum, ráðstefnum, fyrirlestrum og sambærilegum viðburðum),“ segir meðal annars um grímunotkun á vef Stjórnarráðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert