Enn er hættustig almannavarna í gildi á höfuðborgarsvæðinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austur-Skaftafellssýslu vegna gróðurelda. Óvissustig er á Suðurnesjum, Árnessýslu og Rangárvallasýslu.
Í tilkynningu frá almannavörnum segir að enn sé nokkuð þurrt sums staðar á suðvesturhorninu þrátt fyrir hressilegar rigningar síðustu daga, eins og til dæmis í Heiðmörk, þar sem enn er næturfrost og hefur gróður því ekki tekið við sér. Jafnframt segir að bann sé í gildi við meðferð opins elds á þeim svæðum sem um ræðir.
Spáð er áframhaldandi þurrki næstu daga ásamt talsverðum vindi eða allt að 15 metrum á sekúndu aðfararnótt fimmtudags.
„Hættustig almannavarna er sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum þó ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sé að ræða. Að lýsa yfir hættustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings,“ segir í tilkynningu almannavarna.
Almenningur og sumarhúsaeigendur á hættu- og óvissusvæðum eru beðnir um að hafa eftirfarandi í huga: