Frávísun kærunnar „kúgunar- og þöggunaraðgerðir“

Vatnsendahvarf. Þar er nú gert ráð fyrir brú yfir Breiðholtsbraut …
Vatnsendahvarf. Þar er nú gert ráð fyrir brú yfir Breiðholtsbraut í stað mis­lægra gatna­móta og teng­ingu Arn­ar­nes­veg­ar við Breiðholts­braut með ljós­a­stýrðum gatna­mót­um aust­an við braut­ina. Kort/Vegagerðin

Kæru íbúasamtakanna Vinir Vatnsendahvarfs til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála hefur verið vísað frá. Kærður var sá úrskurður að ekki yrði framkvæmt nýtt umhverfismat vegna lagn­ing­ar síðasta áfanga Arn­ar­nes­veg­ar.

Á facebooksíðu samtakanna segir stjórnandi þeirra, Helga Kristín Gunnarsdóttir, að Vegagerðin hafi „sett einn af sínum þungavigtarlögmönnum í málið“ og þannig lagt mikið upp úr því að gera sem minnst úr málstað Vina Vatnsendahvarfs. 

Fyrir þeim eru raddir okkar einskis virði nema við séum tilbúin að stofna formleg samtök, með stjórn, ársreikningagerð og tilheyrandi kostnaði. Þeir ætla að notast við skrifstofuvaldið til að reyna að þagga niður í okkur,“ segir Helga Kristín á facebooksíðu Vina Vatnsendahvarfs. 

Þar segir hún einnig að farið verði af stað með undirskriftarsöfnun til þess að knýja á um að nýtt umhverfismat verði framkvæmt.

Skjáskot/Facebook

18 ára gamalt umhverfismat í gildi

Vega­gerðin til­kynnti Skipu­lags­stofn­un um breyt­ing­ar á áform­um um gatna­mót Arn­ar­nes­veg­ar og Breiðholts­braut­ar og óskaði eft­ir mati á því hvort gera þurfi nýtt um­hverf­is­mat. Í stað mis­lægra gatna­móta er nú gert ráð fyr­ir brú yfir Breiðholts­braut og teng­ingu Arn­ar­nes­veg­ar við Breiðholts­braut með ljós­a­stýrðum gatna­mót­um aust­an við braut­ina.

Skipu­lags­stofn­un komst að þeirri niður­stöðu að fram­kvæmd­in væri ekki lík­leg til að hafa í för með sér um­tals­verð um­hverf­isáhrif. Því skuli hún ekki háð mati á um­hverf­isáhrif­um en í gildi er um­hverf­is­mat fyr­ir veg og gatna­mót frá ár­inu 2003.

Niðurstaðan var meðal ann­ars rök­studd með því að breytt áform fælu í sér um­fangs­minni um­ferðarmann­virki og minna rask en þau áform sem áður voru uppi. Einnig að breytt út­færsla leiddi ekki til auk­ins ónæðis í Fella­hverfi og ekki væri held­ur ástæða til að ætla að breyt­ing­in muni hafa áhrif á hljóðvist í Selja­hverfi eða íbúðabyggð í Kór­a­hverfi. Breyt­ing­in muni og draga úr ónæði vegna um­ferðar­há­vaða á ná­læg­um úti­vist­ar­svæðum.

Stálu mynd Helgu

Málið komst í hámæli nýverið þegar Kópavogsbær notaði mynd Helgu Kristínar til þess að auglýsa skipulagsbreytingar á Vatnsendahæð. Þannig notaði Kópavogsbær mynd, til þess að kynna skipulagsbreytingar bæjarins, sem var í eigu eins helsta andstæðings téðra skipulagsbreytinga. 

Þetta er svo galið, því að það er verið að keyra fast á það að fá að leggja hér veg, yfir út­sýnið fal­lega sem er á mynd­inni,“ sagði Helga við mbl.is af þessu tilefni. 

Kópavogsbær sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að mistök hafi átt sér stað og að Helga hafi verið beðin afsökunar, henni greitt fyrir afnotin af myndinni og hún sömuleiðis verið fjarlægð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka