„Ég eignast barn í október og fer í fæðingarþunglyndi sem ég geri mér ekki grein fyrir mjög lengi. Þá fattaði ég líka hvað vinnan mín er ofboðslega stór hluti af sjálfsmyndinni minni,“ segir Margrét Erla Maack, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.
Margrét Erla, giggdrottning og fjöllistadís, er gestur í menningunni í Dagmálum, þar sem hún segir frá reynslu sinni við að starfa í skemmtanabransanum í heimsfaraldri Covid-19.
Hún segir frá því að hafa glímt við fæðingarþunglyndi og í ofanálag brotna sjálfsmynd að sökum þess að vera frá vinnu í lengri tíma.
„Mitt fæðingarþunglyndi framlengist ógeðslega lengi í ofan í það kom fjárhagskvíði og félagsleg einangrun og að ég væri búin að týna hlutverkinu mínu og týna því sem ég speglaði mig í ,“ segir Margrét.
Hún segir einnig frá því að hún reyndi að fela það að hún væri ólétt lengi í ótta við það myndi leiða til afbókana, sem það síðan gerði á endanum.
Hér að ofan má sjá brot úr viðtalinu en Dagmál eru aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.