Grímuskyldan á útleið og miklar tilslakanir

Í Réttarholtsskóla.
Í Réttarholtsskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á miðnætti tóku nýjar sóttvarnareglur gildi. Þeim fylgir meðal annars að grímunotkun er ekki skylda nema þar sem ekki er hægt að viðhafa nándarregluna.

Nándarreglan verður almennt tveir metrar en einn metri á veitingastöðum, sitjandi viðburðum, í skólastarfi og á sund- og baðstöðum.

Verslunarmenn fagna breytingunni. „Við munum ekki gera þær kröfur á fólk að það beri grímu, en ég geri ráð fyrir að það verði áfram eitthvað um grímunotkun í húsinu. Þeir sem eru óbólusettir munu kannski gæta sín betur en þeir sem eru komnir hálfa eða alla leið í þeim efnum,“ segir Sigurjón Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar.

Enginn hámarksfjöldi verður í verslunum og afgreiðslutími veitingastaða lengist um klukkustund, eða til miðnættis. Arnar Þór Gíslason, veitingamaður í miðbænum, segir tilslakanirnar vera góðar fyrir veitingastaði sem geta tekið við fleiri gestum á einu kvöldi en áður, en að lítið breytist fyrir skemmtistaði og krár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert