Grunur leikur á að upp hafi komið kórónuveirusmit hjá starfsmanni á leikskólanum Árborg í Árbæ í dag. Þetta staðfestir Sigrún Björnsdóttir, blaðafulltrúi skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg. Leikskólanum hefur verið lokað í samræmi við ráðleggingar frá smitrakningarteymi meðan niðurstaða fæst úr sýnatöku.
Þá þurfa hvorki starfsfólk, börn né aðstandendur barna á leikskólanum að fara í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum nema einkenni séu til staðar.