Klemmdi handlegg á milli báts og bryggju

Tálknafjörður.
Tálknafjörður. Ljósmynd/Bæjarins besta

Vinnuslys varð á Tálknafjarðarhöfn á laugardag er maður klemmdi handlegg á  milli báts og bryggju er hann var að festa landfestar.

Maðurinn var hann fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.  Hann hlaut ekki alvarlega áverka umfram bólgur, að því er segir í facebookfærslu lögreglunnar á Vestfjörðum.

Handtekinn á Ísafjarðarflugvelli

Við eftirlit lögreglu var einn komufarþegi handtekinn á Ísafjarðarflugvelli í síðustu viku. Hann reyndist vera með 85 grömm af kannabisefnum í fórum sínum. Magnið bendir til þess að um það hafi átt að fara í dreifingu.

Í vikunni voru 27 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Sá sem hraðast ók var mældur á 129 km hraða á Djúpvegi þar sem leyfilegur ökuhraði er 90 km/klst. Þá reyndist einn af þessum ökumönnum vera réttindalaus.

Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir notkun farsíma undir stýri og aðrir þrír fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert