Lést af völdum Covid-19

mbl.is/Sverrir

Einn sjúk­ling­ur lést á Land­spít­ala 22. maí 2021 vegna Covid-19 en viðkom­andi var lagður inn fyr­ir um mánuði og hef­ur dvalið á sjúkra­hús­inu síðan.

Greint er frá and­lát­inu á vef Land­spít­al­ans og staðfesti Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir það í sam­tali við mbl.is.

Alls hafa 30 lát­ist af völd­um kór­ónu­veirunn­ar á Íslandi frá því far­ald­ur­inn braust fyrst út. 

Einn er á sjúkra­húsi vegna Covid-19. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert