Óskastaðan að fá þrjár slökkviskjólur

Þyrlan fór sexferðir til að sækjavatn úr Skorradalsvatni.
Þyrlan fór sexferðir til að sækjavatn úr Skorradalsvatni. mbl.is/Árni Sæberg

Ný slökkviskjóla fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar er ekki með nýjustu tækni til að slökkva gróðurelda.

Slökkviskjólur liggja ekki á lausu og eftir að sá búnaður sem Gæslan hefur notað var dæmdur ónýtur á meðan þyrluáhöfnin var í miðju kafi við að aðstoða við að slökkva skógareldana í Heiðmörk fékkst aðeins þessi skjóla. Notkun hennar var æfð um helgina, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag .

Áhöfnin á TF-EIR ber 200 kg slökkviskjóðu frá borði. Hún …
Áhöfnin á TF-EIR ber 200 kg slökkviskjóðu frá borði. Hún þarf að vera í 40 metra fjarlægð frá þyrlunni þegar hreyflarnir eru ræstir. Árni Sæberg

Auðveldara er að fylla nýjustu skjólur á grunnu vatni en þegar eldri útgáfur eru notaðar. Nú er hafin vinna við að finna þannig skjólu og óskastaða Gæslufólks er að fá þrjár svo hægt sé að nota fleiri þyrlur við slökkvistarf á sama tíma.

Brynhildur Ásta Bjartmarz flugmaður og Daníel Hjaltason, flugvirki og spilmaður. …
Brynhildur Ásta Bjartmarz flugmaður og Daníel Hjaltason, flugvirki og spilmaður. Slövkkiskjólan tekur 2.000 lítra. mbl.is/Árni Sæberg
Einn úr áhöfninni þarf að halda í skjóluna í flugtaki.
Einn úr áhöfninni þarf að halda í skjóluna í flugtaki. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert