Ný slökkviskjóla fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar er ekki með nýjustu tækni til að slökkva gróðurelda.
Slökkviskjólur liggja ekki á lausu og eftir að sá búnaður sem Gæslan hefur notað var dæmdur ónýtur á meðan þyrluáhöfnin var í miðju kafi við að aðstoða við að slökkva skógareldana í Heiðmörk fékkst aðeins þessi skjóla. Notkun hennar var æfð um helgina, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag .
Auðveldara er að fylla nýjustu skjólur á grunnu vatni en þegar eldri útgáfur eru notaðar. Nú er hafin vinna við að finna þannig skjólu og óskastaða Gæslufólks er að fá þrjár svo hægt sé að nota fleiri þyrlur við slökkvistarf á sama tíma.