„Ég hélt ég myndi ekki lifa þetta af“

Kristbjörg Kjeld.
Kristbjörg Kjeld. Ljósmynd/UNWomen

Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi og á Íslandi hefur orðið 23% aukning á tilkynningum um heimilisofbeldi það sem af er árinu.

Natalie G. Gunnarsdóttir.
Natalie G. Gunnarsdóttir. Ljósmynd/UNWomen

UN Women á Íslandi kynnir í dag nýja herferð þar sem fjölbreyttur hópur kemur fram og heldur á lofti þeirri staðreynd að ekki megi gleyma einum heimsfaraldri í skugga annars.

Í myndbandinu sjást konur með grímur labba inn í myndver, setjast niður og lýsa líkamlegum einkennum. Konurnar sem koma í myndbandinu taka þátt í nafni allra þolenda – þetta eru ekki þeirra eigin frásagnir.

Fida Abu Libdeh.
Fida Abu Libdeh. Ljósmynd/UNWomen

„Markmiðið með að fá svona fjölbreyttan hóp til að taka þátt í myndbandinu er að sýna þann fjölbreytileika sem þolendur kynbundins ofbeldis endurspegla. Við erum gríðarlega þakklát þátttakendum sem gáfu vinnu sína,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í fréttatilkynningu.

Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir.
Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir. Ljósmynd/UNWomen

UN Women á Íslandi hefur í meira en 30 ár fjallað um heimsfaraldur kynbundins ofbeldis og fjallað um ofbeldi gegn konum og stúlkum.

Markmið herferðarinnar er að hvetja fólk til að gerast ljósberar UN Women en ljósberar styðja við UN Women með mánaðarlegu framlagi að því er segir í tilkynningu.

Þar kemur fram að 600 milljónir kvenna búa í landi þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert.

  • 243 milljónir kvenna 15-49 ára voru beittar ofbeldi af nánum maka árið 2020.
  • Fyrir hverja þrjá mánuði í útgöngubanni bætast fimmtán milljónir stúlkna og kvenna í hóp þolenda.
  • Það sem af er ári 2021 hefur orðið 23% aukning á tilkynningum um heimilisofbeldi á Íslandi samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára.
  • Á þessu ári er áætlað að yfir fjórar milljónir kvenna og stúlkna muni bætast í hóp þeirra sem eiga í hættu á að vera limlestar á kynfærum sínum.
Sólborg Guðbrandsdóttir.
Sólborg Guðbrandsdóttir. Ljósmynd/UNWomen

Konurnar sem taka þátt í myndbandinu eru eftirfarandi: Fida Abu Libdeh, Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Krista María Finnbjörnsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Mars M. Proppé, Natalie G. Gunnarsdóttir og Sólborg Guðbrandsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert