Fimm smit innanlands í gær

Í einhverjum löndum er farið að bjóða fólki upp á …
Í einhverjum löndum er farið að bjóða fólki upp á að taka sýni sjálft. AFP

Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir greindust allir við einkennasýnatöku en þrír voru í sóttkví eða 60%. Tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir skimun á landamærunum í gær en alls voru tekin 1.232 sýni þar. Innanlands voru tekin 889 sýni í gær. 

Nú eru 38 í ein­angr­un og 101 í sótt­kví. Einn er á sjúkra­húsi vegna Covid-19. Í skimun­ar­sótt­kví eru 1.634.

Smitum fækkar á Norðurlandi vestra

Eitt barn yngra en eins árs er með Covid á Íslandi en ekkert barn á aldr­in­um 1-5 ára er með smit. Eitt barn á aldr­in­um 6-12 ára er í einangrun. Fjög­ur smit eru í ald­urs­hópn­um 13-17 ára og sex á aldr­in­um 18-29 eru með Covid. Tólf smit eru í ald­urs­hópn­um 30-39 ára og 10 meðal 40-49 ára. Þrjú smit eru meðal fólks á sex­tugs­aldri og eitt hjá 60-69 ára. 

Ekk­ert smit er á Suður­nesj­um, Aust­ur­landi, Norður­landi eystra og Vest­fjörðum en á Vest­ur­landi er nú eitt smit. Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 19 í ein­angr­un og 75 í sótt­kví. Á Suður­nesj­um eru þrír í sótt­kví. Á Suður­landi eru smit­in þrjú tals­ins og sex í sótt­kví. Á Norður­landi vestra eru 11 í ein­angr­un og tveir eru í sótt­kví. Fjór­ir eru í sóttkví á Vest­ur­landi. Fjögur smit eru óskráð í hús og ellefu sem eru í sótt­kví.

Ný­gengi smita inn­an­lands á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vik­ur er 7,6 og 2,7 á landa­mær­un­um.

Færeyjar komnar á lista yfir áhættusvæði

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að setja Færeyjar aftur á lista yfir skilgreind áhættusvæði Covid-19 vegna vaxandi nýgengi smita þar í landi.

Ferðamenn sem koma frá Færeyjum eru því ekki lengur undanþegnir sóttvarnaaðgerðum á landamærum og sömu reglur gilda því um þá og eiga almennt við um farþega sem koma til Íslands.

Öll lönd og svæði heims nema Grænland teljast áhættusvæði vegna Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert