Gögn taki tillit til uppruna, kyns og heimkynna

Mikið skortir upp á að gögn og tölfræði taki tillit …
Mikið skortir upp á að gögn og tölfræði taki tillit til sérstöðu Norðurslóða og að þau séu greind eftir kynjum og uppruna. AFP

Mikið skortir upp á að gögn og tölfræði taki tillit til sérstöðu Norðurslóða og að þau séu greind eftir kynjum og uppruna. Mikilvægt er að gögn og tölfræði taki tillit til þess að áhrif breytinga á fólk geta verið mismunandi eftir því hver uppruni, kyn og heimkynni þess eru. 

Þannig geta áhrif loftlagsbreytinga á hvítan karlmann á Húsavík verið mjög frábrugðin áhrifum á frumbyggjakonu í Chukotka í Rússlandi. 

Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu kynjajafnréttis á Norðurslóðum sem gefin var út í sambandi við ráðherrafund Norðurskautsráðsins sem haldinn var í Reykjavík 19.-20. maí. 

Leggja höfundar áherslu á mikilvægi kynjasamþættingar og kynjaðrar hagstjórnar í allri stjórnsýslu og ákvarðanatöku á Norðurslóðum auk þess sem mælt er með sértækum aðgerðum til að leiðrétta kynjahalla þar sem það á við

Skýrslan var lögð fyrir og samþykkt á ráðherrafundinum og var hluti af ráðherrayfirlýsingu og aðgerðaáætlun sem einnig voru samþykktar. 

Ísland hefur margt fram að færa í alþjóðlegu samstarfi um jafnréttismál, ekki hvað síst jákvæða reynslu af því að setja jafnréttismál á oddinn og reynslu af samþættingu kynjasjónarmiða. Að sama skapi er margt að læra af samstarfsaðilum okkar, má þar nefna hugmyndir frumbyggja á Norðurslóðum um kyn og kyngervi,“ segir í tilkynningu frá Norðurslóðaneti Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert