Hitinn rauf nærri 20 gráða múrinn

Slakað á í sól og blíðviðri.
Slakað á í sól og blíðviðri. mbl.is/Kristinn Magnússon

20 gráða múrinn varð ekki rofinn í dag, eins og talið var að gæti gerst. Mestur mældist hitinn á landinu 19,9 gráður og það í Skagafirði. Nánar tiltekið á bænum Miðsitju í Blönduhlíð.

Mik­il veður­sæld rík­ti á Norðurlandi í dag og mældist hiti 19,6 gráður á Torf­um í Eyjaf­irði. Þá náði hitinn 19,4 gráðum á Brúsastöðum í Vatnsdal.

Hitinn er samt sem áður ekki sá mesti sem mælst hef­ur það sem af er ári. 18. mars fór hit­inn nefnilega yfir 20 gráður á Dala­tanga og í Nes­kaupstað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert