Hlaupa 280 km í náttúru Íslands

Um 50 manns munu hlaupa últra maraþon í sumar en …
Um 50 manns munu hlaupa últra maraþon í sumar en hluti þessmun fara um Fjallabak og Þjórsárdal, sem eru náttúruverndarsvæði. mbl.is/RAX

Umhverfisstofnun Íslands hefur veitt Arctic Yeti ehf. leyfi til þess að halda svokallað „Últra maraþon“ í sumar, en til stendur að halda það dagana 26. júní til 3. júlí.

Samkvæmt forstjóra Arctic Yeti, Javi Gálves, er um að ræða 280 kílómetra maraþon sem hlaupið er á sex dögum samtals. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt maraþon er haldið hér á landi en fyrirtækið hefur haldið maraþonið áður í Kosta Ríka. Þá segir Gálves einnig að ef allt gengur samkvæmt áætlun verði maraþonið árlegt.

Talið er að þátttakendur verði um 50 talsins og mun hluti maraþonsins fara fram um Fjallabak og Þjórsárdal, sem eru náttúruverndarsvæði. Hlaupaleiðin er blanda af meginvegum svæðisins, moldarvegum og gönguleiðum um hálendið, að því er fram kemur í umfjöllun um ofurhlaup þetta í Morgunblaðinu í dag.

Settar verða upp opinberar búðir fyrir þátttakendur maraþonsins af fyrirtækinu, en þær búðir munu vera innan Þjórsárdals. Þá munu þátttakendur gista í tjöldum, þeir fá nauðsynjavörum úthlutað og verður þeim einnig skylt að bera lífræna úrgangspoka og umbúðir fyrir salernisþarfir, sem fargað verður á tilskildum lóðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert