Lambið Haukur fær mjólk úr pela

Haukur þiggur sopann.
Haukur þiggur sopann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Systurnar Lilja og Björk Grímsdætur heimsóttu Þorkelshól í Vestur-Húnavatnssýslu um síðastliðna helgi.

Þar fengu þær að gefa nýfæddu lambi mjólk að drekka úr pela. Af myndinni að dæma unir lambið, sem fengið hefur nafnið Haukur, sér vel í fangi systranna sem sinna hlutverki sínu með sóma.

Sauðburður er vel á veg kominn í sveitum landsins en hann nær hámarki í maí. Sauðburðurinn er annasamur tími hjá sauðfjárbændum en nauðsynlegt er að þeir séu á vakt allan sólarhringinn enda geta lömbin fæðst á degi jafnt sem nóttu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert