Ný brú á Skjálfandafljót boðin út í ár

Gamla brúin frá 1930 þjónar nú sem göngubrú, við hlið …
Gamla brúin frá 1930 þjónar nú sem göngubrú, við hlið aðalbrúar. mbl.is/Sigurður Bogi

Stefnt er að því að bjóða út smíði nýrrar brúar yfir Skjálfandafljót hjá Fosshóli á þessu ári. Samkvæmt tillögu umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um breytingar á samgönguáætlun er áætlað að brúin verði byggð á næstu tveimur árum og er reiknað með milljarði í fjárveitingar til verksins á árunum 2022 og 2023.

Brúin á Skjálfandafljóti er einbreið og er ný brú liður í því að fækka slíkum brúm á umferðarmiklum vegum.

Gunnar H. Guðmundsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi, segir að brúin verði byggð rétt norðan við núverandi aðalbrú. Verður hún fjórða brúin á Skjálfandafljót við Fosshól. Þegar hún verður byggð verða þrjár brýr yfir ána á þessum stað því járngrindarbrúin frá 1930 þjónar enn sem göngubrú fyrir ferðafólk sem er að skoða Goðafoss og nágrenni. Raunar sjást enn undirstöður fyrstu brúarinnar, trébrúar sem byggð var árið 1883. Gunnar reiknar þó með að brúin frá 1972 verði rifin, þegar sú nýja kemur, það sé að bera í bakkafullan lækinn að hafa þrjár brýr á þessum stað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka