Ný vél í flota Norlandair vegna aukinna umsvifa

Flugmennirnir Bragi Már Matthíasson, til vinstri, og Sindri Ólafsson og …
Flugmennirnir Bragi Már Matthíasson, til vinstri, og Sindri Ólafsson og milli þeirra Friðrik Adolfsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Allt gengur ljómandi vel í útgerð Norlandair á TF NLA, tveggja hreyfla vél af gerðinni Beechcraft Super King Air 200 sem félagið fékk nýlega.

Nokkrar vikur eru síðan vélin kom til landsins og fyrsta áætlunarferðin var í síðustu viku. Þá fóru flugmennirnir Bragi Már Matthíasson og Sindri Ólafsson frá Akureyri til Vopnafjarðar og Þórshafnar, en Norlandair er með áætlunarflug á þeim leiðum fimm daga í viku. Einnig er félagið síðan í nóvember á síðasta ári með ferðir frá Reykjavík til Bíldudals og Gjögurs, en flug til framangreindra staða, auk Grímseyjar, er skv. útboði og samningum við Vegagerðina.

King Air-vélin er um tuttugu ára gömul og var lengi í eigu vélsleðaframleiðandans Polaris í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Var þar til einkanota fyrir stjórnendur fyrirtækisins og hefur aðeins verið flogið um 5.000 tíma. Allur búnaður í stjórnklefa var endurnýjaður fyrir nokkrum árum og því má segja að vélin sé í toppstandi. Kaupverðið var 2,3 milljónir dollara eða um 290 milljónir króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert