Starfsmaður á leikskólanum Árborg í Árbæ hefur greinst með Covid-19.
Þetta staðfestir Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundaráðs.
Allir starfsmenn og börn á leikskólanum fara nú í sóttkví og leikskólinn verður því lokaður þar til í næstu viku. Ekki er enn vitað hvort fleiri hafi smitast.