Yfir 90 símahleranir lögreglu

Símar hleraðir.
Símar hleraðir. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Við rannsóknir mála gripu lögregla og héraðssaksóknari 388 sinnum til símahlustunar eða skyldra aðgerða í kjölfar dómsúrskurða í fyrra. Þar af var hlustað á síma í 92 aðgerðum skv. nýrri skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símahlustun og skyldum úrræðum 2020.

Í langflestum tilvikum eða 288 sinnum var gripið til þessara úrræða hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, þar af símhlerana í 81 skipti, hlustunarbúnaði komið fyrir í 28 tilvikum og útskriftir á gagnanotkun farsíma voru 29. Fjöldi símahlustunar og skyldra aðgerða í fyrra var sá sami og á árinu á undan.

Aðgerðum á vegum héraðssaksóknara fækkaði þó mikið milli ára, voru 81 árið 2019 en aðeins sjö á seinasta ári. Yfir landið allt var gripið til þessara aðgerða í 295 tilvikum vegna fíkniefnabrota í fyrra og 11 sinnum vegna kynferðisbrota.

Líkt og í fyrri skýrslum gagnrýnir ríkissaksóknari að fá engin svör ríkislögreglustjóra við fyrirspurnum um meðferð upplýsinga, sem hamli ríkissaksóknara í að sinna eftirlitsskyldum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert