Alþingi slakar á eigin sóttvarnareglum

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. mbl.is/​Hari

Alþingi kynnti víðtækar slakanir á sóttvarnaráðstöfunum innan þinghússins í vikunni. Meðal annars var upphaf alþjóðastarfs dagsett, grímuskylda felld niður í vissum tilvikum og þingpallar opnaðir.

Þingpallar opna

Nú mega 10 manns í einu mæta á þingpallanna en þau þurfa þá öll að bera grímu. Allur gestagangur hefur verið óheimill í Alþingishúsinu síðastliðna 14 mánuði.

Þingmönnum er ekki lengur skylt að bera grímur heldur er einungis mælst til þess, sérstaklega er þó ætlast til þess að menn beri grímur við atkvæðagreiðslu vegna lengda þeirra funda.

Ferðalög geti hafist 15. júní

Frá og með 15. júní er síðan gert ráð fyrir að þátttaka þingmanna í alþjóðastörfum verði með hefðbundnum hætti. Þingmenn muni þá aftur geta ferðast milli landa í erindagjörðum, eftir því sem hefðbundið funda- og ráðstefnustarf hefst á nýjan leik.  

Gert er ráð fyrir því að nefndarfundir verði ennþá í formi fjarfunda, en nefndum sé þó frjálst að halda staðfundi ef grímuskyldu er gætt. Samkvæmt dagskrá þingsins ætla flestar nefndir áfram að halda fjarfundi.

Að lokum verða gestakomur verða leyfðar með takmörkunum, þær þurfa að tengjast þingstörfunum en mega ekki vera skoðunar- og kynnisferðir.  

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar grímuklæddur á þingi í október.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar grímuklæddur á þingi í október. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert