Alvarlegt umferðarslys á Vesturlandsvegi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Hallur Már

Tveir bílar úr gagnstæðri átt skullu saman á Vesturlandsvegi, skammt norðan við Köldukvísl, upp úr klukkan sjö í kvöld.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að slysið sé alvarlegt, en engar frekari upplýsingar hafa fengist um líðan ökumanna.

Umferð um Vesturlandsveg er nú stýrt upp á hringtorg sem liggur yfir veginn, fram hjá slysstað. Biður lögregla vegfarendur um að sýna biðlund og varkárni meðan viðbragðsaðilar athafna sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka