Kynningarfundur frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram í Valhöll klukkan 17 í dag og er fundinum streymt hér að neðan. Að fundinum stendur Vörður, fulltrúaráð flokksins í Reykjavík.
Þrettán gefa kost á sér í prófkjörinu og fær hver frambjóðandi fjórar mínútur til að kynna sig. Að svo búnu gefst fundargestum kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram dagana 4. og 5. júní, en utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin á skrifstofu flokksins í Valhöll.
Frambjóðendur í prófkjörinu eru:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Birgir Ármannsson þingmaður
Birgir Örn Steingrímsson framkvæmdastjóri
Brynjar Níelsson þingmaður
Diljá Mist Einarsdóttir aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Friðjón R. Friðjónsson framkvæmdastjóri KOM
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Herdís Anna Þorvaldsdóttir varaþingmaður
Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Ingibjörg H. Sverrisdóttir, eldri borgari og ferðaráðgjafi
Kjartan Magnússon, framkvæmdastjóri og fv. borgarfulltrúi
Sigríður Á. Andersen þingmaður
Þórður Kristjánsson, fyrrverandi rannsóknarmaður