Festi fingur í golfkerru

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk óvenjulegt útkall í morgun en óskað var eftir aðstoð vegna manns sem hafði fest fingur í golfkerru á golfvelli í Garðabæ.

Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu var um rafmagnsgolfkerru að ræða og gekk vel að losa fingurinn úr prísundinni. Manninum varð ekki meint af. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert