Gul viðvörun á Suðurlandi á morgun

Gul veðurviðvörun tekur gildi á hádegi á morgun.
Gul veðurviðvörun tekur gildi á hádegi á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul veðurviðvörun tekur gildi á Suðurlandi og miðhálendinu á hádegi á morgun, föstudag, og verður í gildi til klukkan 8 á laugardagsmorgun.

Spáð er suðaustan hvassviðri, 15-20 metrum á sekúndu, með hviðum um 30 metra á sekúndu, einkum á Hellisheiði, undir Eyjafjöllum og með ströndinni.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að slíkur vindur geti verið varasamur fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi, til dæmis ökutæki með aftanívagna.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert