Hófst í þriðju tilraun

Verslunin Kjarval á Hellu
Verslunin Kjarval á Hellu

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt sölu Festis hf. á versluninni Kjarval á Hellu ásamt verslun Krónunnar í Nóatúni. Var það Samkaup sem keypti verslanirnar af Festi.

Árið 2018 gerði Festi hf. sátt við Samkeppniseftirlitið um kaup á N1, Krónunni og öðrum félögum en skuldbatt sig jafnframt til að selja verslunina Kjarval á Hellu. 

Síðan þá hefur Festi hf. gert tvær tilraunir til að selja Kjarvalsverslunina. Í annað skiptið samþykkti eig­andi hús­næðis­ins ekki aðila­skipti húsa­leigu­samn­ings og í hitt skiptið samþykkti Sam­keppnis­eft­ir­litið ekki viðskiptin.

Allt er þegar þrennt er og nú þegar Samkeppniseftirlitið hefur staðfest að salan fullnægi söluskilyrðum sáttarinnar mun fljótt fara fram afhending á eignunum. Samkaup hefur nú þegar kynnt áform sín um að opna verslun undir merkjum Kjörbúðar á Hellu og svo Nettó-lágvöruverslun að Nóatúni 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert