ÍL-sjóður sýknaður í einu máli en annað ómerkt

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Jón Pétur

ÍL-sjóður, sem tók við réttindum og skyldum Íbúðalánasjóðs, var sýknaður af kröfum lántaka sem kröfðust endurgreiðslu uppgreiðsluþóknunargjalds í Hæstarétti í dag. Dómurinn taldi þá reglugerð sem Íbúðalánasjóður byggði uppgreiðslugjaldtökuna á hafa haft fullnægjandi lagastoð að þessu leyti. Þá var ekki fallist á að ógilda löggerninginn með vísan til ógildingareglna samningaréttar. 

Öðru máli sem varðaði uppgreiðslugjald ÍL-sjóðs var ómerkt og vísað aftur í hérað vegna skorts á rökstuðningi héraðsdómsins. Uppgreiðsluþóknunin gæti því reynst ólögmæt í tilteknum tilfellum með vísan til lagaákvæðis um um útreikning uppgreiðslugjalds. Þá þyrfti héraðsdómur að vera skýrari um það á hvaða grundvelli sá ágalli leiddi til ógildingar samningsins að þessu leyti. 

8 milljarðar í spilinu

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmi uppgreiðslugjaldið ólögmætt í nóvember síðastliðnum en málunum var áfrýjað til Hæstaréttar af ríkinu. 

Hæstiréttur birti dómana í málunum tveimur nú rétt í þessu sjö dómarar dæmdu í málunum sem fengu áfrýjunarleyfi beint í Hæstarétt án meðferðar fyrir Landsrétti.

Um 5,2 milljarðar króna hafa verið innheimtir í uppgreiðsluþóknanir og ógjaldfallin uppgreiðslugjöld virkra lána standa í um 3 milljörðum til viðbótar. Málið nær til um 8.500 lántakenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert