Jóhannes ræðir við Þórhildi Sunnu

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari. Skjáskot/Kveikur

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu og fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, ræðir við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, í beinni útsendingu á vegum flokksins klukkan 17 í dag.

Meðal umræðuefna verða Samherji, framganga þess og aðför gegn fjölmiðlum, að því er segir í tilkynningu frá Pírötum. Þá mun Jóhannes sitja fyrir svörum og geta áhorfendur sent inn spurningar.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert