Konur 40% frambjóðenda í prófkjöri

Sjálfstæðismenn funda.
Sjálfstæðismenn funda. mbl.is/Eggert

Konur eru 40 prósent þeirra sem gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í ár. Alls bjóða 52 einstaklingar fram krafta sína og freista þess að skipa sæti á listum flokksins fyrir alþingiskosningar í haust. Fimm karlar og þrjár konur bjóða sig fram í oddvitasæti.

Karlarnir eru að meðaltali sjö árum eldri en konurnar; meðalaldur karla sem bjóða sig fram í prófkjörinu er 48 ár en meðalaldur kvenna 41 ár, að því er fram kemur í umfjöllun um prófkjörin í Morgunblaðinu í dag.

Mikið var rætt um stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum eftir síðasta prófkjör flokksins árið 2016. Þá röðuðust karlar í efstu þrjú sætin í Suðurkjördæmi en Ragnheiður Elín Árnadóttir, þá ráðherra flokksins, lenti í fjórða sæti. Hún ákvað í kjölfarið að kveðja stjórnmálin.

Í Suðvesturkjördæmi var Bryndís Haraldsdóttir færð úr fimmta sæti listans í annað sætið til að auka hlut kvenna eftir að karlar lentu í fjórum efstu sætunum í prófkjöri.

Aðeins ein kona leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 2016. Það var Ólöf Nordal heitin sem þá var innanríkisráðherra og varaformaður flokksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert