Lögregla hefur borið kennsl á líkamsleifar sem fundust í Vopnafirði 1. apríl. Kom í ljós að þær voru af skipverja sem féll fyrir borð af fiskiskipinu Erling KE-140 18. maí í fyrra er það var á leið til hafnar í Vopnafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Maðurinn sem lést hét Axel Jósefsson Zarioh og var fæddur árið 2001.
Í samráði kennslanefnd ríkislögreglustjóra voru líkamsleifarnar sendar til réttarlæknisfræðilegrar rannsóknar á Landspítala og til DNA-greiningar í Svíþjóð, þar sem niðurstaða fékkst í málið.