Rússar vilja taka upp formlegt samráð yfirmanna herja Norðurskautslandsins, sem slitið var að frumkvæði ríkja Atlantshafsbandalagsins eftir innrás Rússa í Krím og íhlutunina í Úkraínu. Það markar nokkur tímamót hjá Norðurskautsráðinu, þó Rússar ítreki að með því verði aðeins endurvakinn fyrri samráðsvettvangur.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Albert Jónsson, fv. sendiherra og einn helsta utanríkismálasérfræðing Íslands, í Dagmálum, streymisþætti Morgunblaðsins, sem opið er öllum áskrifendum blaðsins.
Í þættinum er rætt sérstaklega um nýafstaðinn ársfund Norðurskautsráðsins í liðinni viku, breytt viðhorf innan þess, aukið vægi norðurslóða á alþjóðavettvangi og breytta stöðu Íslands í geopólitísku samhengi.