91.893 fullbólusettir

Yfir 60% þeirra sem eru 16 ára og eldri eru …
Yfir 60% þeirra sem eru 16 ára og eldri eru komnir með einhverja vörn við Covid-19, flestir með bólusetningu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls eru nú 91.893 fullbólusettir eða 31,1% landsmanna sem eru 16 ára og eldri. Rúmlega 171 þúsund landsmanna hafa fengið að minnsta kosti fyrri bólusetningu við Covid-19 þar sem 79.403 hafa fengið fyrri bólusetningu eða 26,9% landsmanna 16 ára og eldri.

2,2% hafa fengið Covid-19 og/eða myndað mótefni við veirunni. Þetta þýðir að 60,2% landsmanna 16 ára og eldri hafa myndað einhverja vörn gegn Covid-19, langflestir með bólusetningu.

Langflestir hafa fengið bóluefni Pfizer en AstraZeneca fylgir þar á eftir. Moderna og Janssen reka síðan lestina en mun minna hefur komið af þeim bóluefnum til landsins hingað til.

Sjá nánar hér

249.800 skammtar hafa verið gefnir alls og samkvæmt tilkynntum mögulegum aukaverkunum í kjölfar bólusetninga við Covid-19 þá teljast 90 alvarlegar. Þar af eru 40 tilkynningar skilgreindar alvarlegar eftir bólusetningu með Pfizer, 10 eftir Moderna, 39 tilkynningar hafa borist um mögulega alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu með AstraZeneca og ein vegna Janssen. 

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka