Fimm smit innanlands

Fjölmargir eru í sóttkví þessa daga í tengslum við ný …
Fjölmargir eru í sóttkví þessa daga í tengslum við ný smit á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir greindust allir við einkennasýnatöku en þrír þeirra voru í sóttkví við greiningu en tveir utan sóttkvíar samkvæmt covid.is. 13 hafa greinst með Covid-19 á aðeins þremur dögum. Þrír greindust daginn áður og fimm á þriðjudag.

Nú er 41 í einangrun og hefur fjölgað um tvo á milli daga. Í sóttkví er 341 en voru 328 í gærmorgun.

Töluvert var um skimanir bæði innanlands sem og á landamærunum í gær. Alls voru 1.627 skimaður innanlands en 1.550 á landamærunum. 

Einn er á sjúkrahúsi með Covid-19. Í skimunarsóttkví eru 1.427.

Langflest smit á meðal fólks á fertugsaldri

Ekkert smit greindist á landamærunum í gær en daginn áður greindist einn í fyrri skimun og tveir reyndust vera með mótefni. 

Ný­gengi smita inn­an­lands á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vik­ur er 7,9 og 2,7 á landa­mær­un­um.

Eitt barn yngra en eins árs er með Covid á Íslandi en ekk­ert barn á aldr­in­um 1-5 ára er með smit. Eitt barn á aldr­in­um 6-12 ára er í ein­angr­un. Tvö smit eru í ald­urs­hópn­um 13-17 ára þannig að aðeins fjögur börn eru með Covid á Íslandi í dag. Átta smit eru meðal fólks á aldr­in­um 18-29. 19 smit eru í ald­urs­hópn­um 30-39 ára og 7 meðal 40-49 ára. Tvö smit eru meðal fólks á sex­tugs­aldri og eitt hjá 60-69 ára. 

>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka