Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir greindust allir við einkennasýnatöku en þrír þeirra voru í sóttkví við greiningu en tveir utan sóttkvíar samkvæmt covid.is. 13 hafa greinst með Covid-19 á aðeins þremur dögum. Þrír greindust daginn áður og fimm á þriðjudag.
Nú er 41 í einangrun og hefur fjölgað um tvo á milli daga. Í sóttkví er 341 en voru 328 í gærmorgun.
Töluvert var um skimanir bæði innanlands sem og á landamærunum í gær. Alls voru 1.627 skimaður innanlands en 1.550 á landamærunum.
Einn er á sjúkrahúsi með Covid-19. Í skimunarsóttkví eru 1.427.
Ekkert smit greindist á landamærunum í gær en daginn áður greindist einn í fyrri skimun og tveir reyndust vera með mótefni.
Nýgengi smita innanlands á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur er 7,9 og 2,7 á landamærunum.
Eitt barn yngra en eins árs er með Covid á Íslandi en ekkert barn á aldrinum 1-5 ára er með smit. Eitt barn á aldrinum 6-12 ára er í einangrun. Tvö smit eru í aldurshópnum 13-17 ára þannig að aðeins fjögur börn eru með Covid á Íslandi í dag. Átta smit eru meðal fólks á aldrinum 18-29. 19 smit eru í aldurshópnum 30-39 ára og 7 meðal 40-49 ára. Tvö smit eru meðal fólks á sextugsaldri og eitt hjá 60-69 ára.