Geta sótt um undanþágu

Fosshóteli hefur verið breytt í sóttvarnahús.
Fosshóteli hefur verið breytt í sóttvarnahús. mbl.is/Árni Sæberg

Þeir sem koma frá skilgreindum hááhættusvæðum dagana 29. og 30. maí, laugardag og sunnudag, geta sótt um heimild til að dvelja allan þann tíma sem sóttkví er áskilin í heimahúsi. 

Frá og með 31. maí, á mánudag, fellur brott regla sem skyldar fólk frá skilgreindum hááhættusvæðum til að dvelja í sóttvarnahúsi meðan á sóttkví stendur. Frá þeim tíma verður þeim einum skylt að dvelja í sóttvarnahúsi sem ekki hafa aðstöðu til að vera í heimasóttkví.

Þeir sem koma til landsins fyrir 29. maí, það er í dag, og er skylt að fara í sóttvarnahús skulu ljúka sóttkví þar. Öllum sem koma til landsins og þurfa að sæta sóttkví ber sem fyrr að forskrá dvalarstað. Heilbrigðisráðherra hefur gefið út reglugerð þessa efnis sem tekur gildi 31. maí.

Eins og kynnt var í kjölfar ríkisstjórnarfundar 21. maí síðastliðinn hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að framlengja gildistíma reglugerðar um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna Covid-19 til og með 15. júní næstkomandi. 

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert