Geta sótt um undanþágu

Fosshóteli hefur verið breytt í sóttvarnahús.
Fosshóteli hefur verið breytt í sóttvarnahús. mbl.is/Árni Sæberg

Þeir sem koma frá skil­greind­um háá­hættu­svæðum dag­ana 29. og 30. maí, laug­ar­dag og sunnu­dag, geta sótt um heim­ild til að dvelja all­an þann tíma sem sótt­kví er áskil­in í heima­húsi. 

Frá og með 31. maí, á mánu­dag, fell­ur brott regla sem skyld­ar fólk frá skil­greind­um háá­hættu­svæðum til að dvelja í sótt­varna­húsi meðan á sótt­kví stend­ur. Frá þeim tíma verður þeim ein­um skylt að dvelja í sótt­varna­húsi sem ekki hafa aðstöðu til að vera í heima­sótt­kví.

Þeir sem koma til lands­ins fyr­ir 29. maí, það er í dag, og er skylt að fara í sótt­varna­hús skulu ljúka sótt­kví þar. Öllum sem koma til lands­ins og þurfa að sæta sótt­kví ber sem fyrr að for­skrá dval­arstað. Heil­brigðisráðherra hef­ur gefið út reglu­gerð þessa efn­is sem tek­ur gildi 31. maí.

Eins og kynnt var í kjöl­far rík­is­stjórn­ar­fund­ar 21. maí síðastliðinn hef­ur heil­brigðisráðherra ákveðið að fram­lengja gild­is­tíma reglu­gerðar um sótt­kví og ein­angr­un og sýna­töku við landa­mæri Íslands vegna Covid-19 til og með 15. júní næst­kom­andi. 

Sjá nán­ar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert