Geysihá tilboð í landfyllingu

Bryggjan í Ártúnshöfðahöfn mun hverfa þegar nýja landfyllingin kemur.
Bryggjan í Ártúnshöfðahöfn mun hverfa þegar nýja landfyllingin kemur. mbl.is/sisi

Fjögur tilboð bárust í verkið „Bryggjuhverfi vestur, landfylling“ sem Reykjavíkurborg bauð út fyrir skömmu.

Þegar tilboð voru opnuð á þriðjudaginn kom í ljós að þau voru öll langt yfir kostnaðaráætlun, eða á bilinu 204-269%.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 720 milljónir króna. Ístak hf. bauð lægst eða 1.469,7 milljónir króna. Suðurverk hf. bauðst til að vinna verkið fyrir 1.616 milljónir, Óskatak ehf. fyrir 1.611,5 milljónir og Snókur verktakar ehf. fyrir 1.936,8 milljónir. Verið er að yfirfara tilboðin.

Þetta verður fyrsti áfangi af þremur en alls eru áformaðar landfyllingar þrettán hektarar að stærð í Bryggjuhverfi. Seinni tvær landfyllingarnar eiga eftir að fara í umhverfismat.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert